Föstudagur, 23. nóvember 2007
My Fishes!
Jeij fékk tvo gúbbí fiska í dag.
Hef átt marga marga gúbbí fiska en þessir eru bara asssskoti flottir. Kerlingin er bara með venjulegan gráan búk en með appelsínugulan sporð með svörtum doppum í. Og karlinn er svartur með alveg eins sporð og kerlingin, hann er bara með pínu smá gulu í sem er eftir að koma betur í ljós seinna meir.
Karlinn er svo voðalega ungur ennþá að sporðurinn er ekki fullkominn ennþá. Sem sagt eftir að stækka fullt meir sporðurinn sem ég er bara ánægð með.
Ég vorkenni nú kerlingunni samt sko. Karlinn er greynilega gredduasni. Eltir hana út um allt, reynir að súma henni fína sporðinn sinn og reynir að fara undir hana, en hún er sko hörkukerling, hún lætur ekkert vaða svona í sig. Hún vill fá að skoða nýja heimilið sitt og sjá hvernig það er. en hann .... held hann sé ekki einu sinni búinn að taka eftir því að hann sé á nýjum stað.
En ég ætlaði setja mynd en þar sem ég kann það ekki set ég smá myndband, og það sést svona smá í hann Stirnir minn líka
Svo um mánaðarmótin fáum við okkur fleiri gúbbí og svo ryksugu. Svo á næsta ári (ekki langt í það) ætlum við að fá okkur ógeðslega flotta ryksugu. Bara kostar dáldið mikið. Enda ætlum við ekkert að drífa okkur að fá hann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
My Fish Tank
Jæja nýjar fréttir af mér og mínum
Ég er svönghehe djókur
Núna um helgina munum við loooksins fá þetta parket okkar, ekki smá ánægð með það. Hlakka svo voðalega til. Losna við þetta ljóta illa lyktandi teppi og fá þetta fína parket inn í stofu, og þá getur maður farið að bjóða fólki í heimsókn án þess að skammast sín.
Hlakka svo til jóla. Skreyta fullt og Baka fullt frá og með 1.des.!! Er að kafna ég er í svo miklu jólaskapi að það hálfa væri nóg!!
En Stjáni karl er ekkert í Jólaskapi Ég ekkert sátt við það.
En hey ég var að fá fiskabúr, plönut í búrið og rót Ógeðslega ánægð
(fiskarnir koma seinna þegar vatnið er tilbúið)
Ætlaði að setja inn flotta mynd en ég bara kann ekki...seinna barasta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Toyota Corolla
Jæja, eru skötuhjúin ekki bara búin að losa sig við Nissu drusluna og fá sér glæ...eða næstum glænýjan bíl. Toyota Corolla sem er ekki meira né minna en 3 ára!! Halló aldrei átt svona nýjan bíl. Lyktin er enn ný í honum og mjög vel með farin.
Frænka mín, systir mömmu átti hann og lét okkur fá hann, við bara tókum við, keyptum hann ekki bara, tókum við af láninu. Bara æði
En jæja lendi kerlingin ekki líka í smá óhappi í dag.
Ég mæti í vinnuna kl. 9 í morgun og sé eina litla stelpu eitthvað voða fúla út á mitt gófli. Ég reyni að tala við hana en hún vildi ekkert tala. Þannig að ég fer að spjalla við hina krakkana en fylgist alltaf með stelpunni litlu sem er 3 ára. Hún stendur á einu stað, knúsar ullarpeysuna sína sem hún var með í hendinni og hreyfi ekkert.
Ég spyr hvort hún vilji knúsa mig og liggja í fangi mínu, hún labbar til mín og leggst í fangið mitt og leggur höfuðina á bringuna mína. Ég spyr hvað sé að, hvað kom fyrir??
Hún svarar ekki. En ég finn að allt í einu fer hún að snarhitna, hraðar og hraðar og ég segi
"Eigum við að ná í hit..."
Ég komst ekki lengra, stelpan situr grafkyrr í snúð í fangi mínu og ælir 3 sinnum í fangið sitt og einnig mitt.
Æla út um allt. Ég fer auðvitað að þrífa hana, og enda með að fara sjálf heim að þrífa mig.
Bara aldrei lent í öðru eins. En henni leið þó betur, það eru góðu fréttirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. október 2007
Krúttí Dúllur
Jæja, var að vinna í dag og eins og venjulega var það bara mjög gaman,
En í hvíldinni þá ligg ég alltaf á milli tveggja 4 ára stráka, þeir eru á dýnunum sínum og ég treð mér þar á milli og ligg á hlið og reyni að taka sem minnst af plássi.
En svo í dag þá var einn strákur veikur þannig að þessir tveir strákar urðu heppnir, ég fékk dýnu sem ég gat legið sjálf á.
Í fyrstu lá ég og las bók fyrir alla krakkana og svo settum við Dýrin í Hálsaskógi í gang í geislaspilaranum. Ég lagðist á hlið af vana og strákarnir tveir klemmdu sig alveg upp við mig af vana, haha fannst þetta bara sætt, loks lágum við á þremur í dýnu í stað tveimur, en samt lá ég á hlið og þeir tróðu sér á dýnuna mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 14. október 2007
Föstudagurinn Skemmtilegi
Jæja seinasti föstudagur var bara mjög skemmtilegur.
Reyndar byrjaði smá illa, var að keyra upp í vinnu þegar hann varð alveg bensínlaus
En það reddaðist.
En svo eftir hádegi fer ég að ná í tjúa stelpurnar mínar og fer með í leikskólann, ekki smá gaman. Krakkarnir því líkt ánægðir og það var því líkt gaman!!
Svo þegar ég var farin heim fer ég í góða göngu með hundunum mínum 3 og frænku minni með hennar eina hund. Sem er Boxer og heitir Casper. Algjört villingur hehe.
En svo fór ég að sækja karlinn í vinnunni og við ákváðum að kíkja til pabba hans og fjölskyldu.
Fengum við ekki bara böns af dótti. Þau eru að flytja og eru að losa sig við alveg heilan helling, eitthverjar nokkrar styttur, FULLT af staup glösu, bjór glös og því líkt meir. Kökudiskar, cookie jar, kökuform, og bara vá dótteríi. Blómar vasar og kertastjakar.
Ísskáp með frysti (við eigum ísskáp bara enginn frystir) þvílíkt flottann skáp sem er í 3 pörtum, við tökum einn af þeim en geymum hina tvo þar til við flytjum í stærri íbúð eitthver tíman í framtíðinni. Við...eða sérstaklega ég leið eins og ég hafi fundið fjársjóð. Alveg æði!!
En svo fékk ég að heyra Brandara frá Kristjáni. Hér kemur hann og hann er á ensku (Lesið með skoskum hreim)
There were an Scottish dad and his son, the dad was drinking beer when his scottish son came up to him and asked.
"Daddy! Can I have a beer with you??"
The dad said "Well son, can you touch your ass with your dick??"
"No dad"
"Well son, then no beer for you."
The next day the Father was going out for a ride. And his son ran up to him.
"Hey Daddy! Can I go for a ride with you??"
"Well son, can you touch your ass with your dick??"
"No dad!!"
"Well son, then no ride for you!"
Few weeks later the son won a lottery ticket. And the son ran to his dad to show him. So his dad said.
"Well son, now you have to learn how to share!"
"Well dad.... can you touch your ass with your dick????"
"Well ofcaurse my son"
"Then fuck yourself"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. október 2007
Trommu kringla
Er í vinnunni og ákvað að leyfa leiksskólabörnunum að sjá flottu trommu sýninguna frá því í kringlunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Life
Verð að segja hvað gerðist í gær, steinglemymdi því í gær
Í vinnunni heimsótti lítill 6 mánaða gutti sem var að dýrka mig og ég einnig hann í tætlur
Svo mikið spons. Pælið í þessu, það á að skíra hann næstu helgi... hanner bara ekki með neitt nafn og ekki kallaður neitt... bara litla barnið. Finnst það svo sérstakt.
En oh hvað var gaman að halda á honum, hann alveg brosti út í bæði eyrun og reyndi svo að éta mig
Svo var frænka mín að eignast son, var tekin í bráðakeisara, hjartað hjá greyinu varð eitthvað slappt, þannig að það var drifið með hana í keisara og drengur kom þaðan. Hlakka svo til að sjá hann og smússast í honum.
En jæja ekki mikið meir að frétta, er bara að deyja úr þreyttu og leti, nenni ekki neinu, EN best að standa upp og byrja að vaska upp. var búin að lofa að gera að áður en karlinn kæmi heim...sem eru 3 mínútur í!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Virðist Vera Ömurlega Vínkona!
Jebb ég var að frétta það.
Og ekkert í fyrsta skiptið svo sem.
En að vera vínkona hélt ég að vera standa með manneskjunni, styðja og hrósa og benda á kosti og galla. Gera alveg hundleiðinlega hluti en gera samt því vínkonana/vinurinn langar svo mikið að gera what ever. Þegar þau hringja og biðja um að vera sótt og maður er á miðri leið en er svo hringt í mann og sagt "heyrðu neinei við erum hætt við" og maður leggur á og snýr við. Að vera Vínkona eða vinur að hjálpa vin í neyð, að geyma leyndarmál og varðveita. Að hlusta þegar þess þarf og vera einfaldlega til staðar og vera alltaf tilbúinn.
Jæja seinast er ég gáði þá gerði ég þetta en samt var verið að segja að ég væri ekki góð vínkona af liði sem hafa svikið MIG og sært. Ég hef þagað og reynt að benda á hlutina en ekkert er hlustað á mann og svo er maður kallaður léleg vínkona.
Þetta skil ég ekki.
Þannig að þið sem finnast ég vera léleg og leiðinleg. Látið mig í friði svo ég geti verið sönn og góð og eitt orku mína við þá sem eiga það skilið og einnig svo ég sjái hverjir mínir vinir eru í raun og veru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Flutt Inn Vúhú
Jæja við erum flutt inn, eða fluttum inn fyrir um viku bara hef ekkert náð að vera hérna á netinu vegna hversu mikið við erum búin að vera frekar upptekin að koma öllu fyrir, og fá gesti og rosa fjör.
Búin að fá fallega innflutningar/afmælisgjafir sem við gætum ekki verið meira ánægðari með. Mjög mjög sátt. Og ég þakki fjölskyldu minni virkilega fyrir
En já við erum búin að koma okkur vel fyrir, nokkrir vinir alltaf að spyrja hvenær innflutningspartý verður, við viljum alveg halda eitt en samt ekkert voðalega spennt að hafa það sem partý, bara svona boð þar sem vinirnir geta komið, skoðað og svo bara setist niður að spjalla
En jæja, best að fara að koma sér í bólið, þarf að vera vel sofin fyrir alla þessa krakkalakka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. september 2007
Íbúðin Gengur Vel
Jæja, gengur bara vel með íbúðina.
Vaknaði í morgun með þvílíka verki í leginu, alveg hágrenjandi og vælandi og gat ekki labbað af verkjum, já ég er að tala um mjög persónulegt dótt. En ekki er vita hvað er að, ég var skoðuð þarna niðri og ekkert virtist vera að. Enda þurfti ég að pissa í 2 glös og fæ ekkert að vita fyrr en á mánudag hvort ég sé með eitthverja sýkingu.
En svo kem ég heim og fæ alveg rosalega stórt knús frá henni Elínu Rós. Svo mikið spons.
Við tvær förum niður í íbúðina og tökum til. Og hún Elín Rós er ekki smá dugleg, þreif glugga og vaskinn og ryksugaði meira segja eitt herbergið. Og hún er alveg tilbúin að koma og laga til þegar ég er búin að fylla heimilið af drasli
En svo var hún sótt og ég varð að hætta, var farin að finna of mikið til.
En á morgun fer ég í jarðaför hjá Önnu frænku minni, systir afa. Og eftir það verður íbúðin tekin í gegn, svo sem ekkert mikið eftir. Eða sem sagt bara eftir að ryksuga og skúra, og svo verður íbúðin fyllt af húsgögnum
Svo bara að bjóða fólki í kaffi og skoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar