Mánudagur, 3. september 2007
Leikskólinn
Jæja, fyrsti dagurinn í Leikskólanum var í dag, leið og eins og væng brotinn fugl. Jújú hafði alveg unnið þarna áður, en nú voru krakkarnir eldri og mundu ekkert eftir mér, og mest allir krakkarnir bara eiginlega farnir annað hvort í skóla eða í annan leikskóla og nýju krakkarnir höfðu þá auðvitað ekki hugmynd hver ég var.
Þvílík læti í þessum krökkum, endaði með því að ég hljóp og náði verkjatölfur því ég fékk alveg þvílíkann hausverk. En ég fékk þó að leggja mig í hvíldinni með 2 stráka sitthvoru megin sem bara gátu ekki hætt að vikta í peysunni minni
En svo þegar ég var komin heim rétt eftir 17, hvað haldiði að ég hafi farið að gera?? Auðvitað að mála!
Gekk alveg mjög svo vel, hringdi í Hemma vin minn og bað hann að koma og hjálpa okkur sem gerðu algjör undur, og ég þakka innilega fyrir Hemmi minn
Hafði samband við nokkra aðra en enginn vildi svara símanum sínum. Síðan kom Guðný konan hans Hemma og ég alveg "jess meira hjálp" og ég bað hana að taka málningarböndinn inn í öðru herberginu af veggnum, og hún fór að gera það, langt í frá að vera ánægð með það enda spurði ég hvort það væri gaman og hún sagði nei. Þannig að ég spurði hana afhverju hún væri að þessu "vegna þess að þú baðst mig um það!!"...mmmok, hélt hún væri að koma til að hjálpa því ég sendi henni sms um hvort hún bæti hjálpað til. Svo eftir svona korter fer Hemmi inn í herbergið og tók eftir því að hún aðeins tók böndin af hurðinni og gluggunum, en ekki af gólfinu eða loftinu. Þannig að hann byrjaði á því og ég heyri hana spyrja hvort hún eigi hjálpa, ekki veit ég hverju hann svaraði en þegar ég kíkti inn stóð hún bara og starði.
Já vitiði ég er dáldið svekkt yfir þessu!!! Og er alveg sama ef hún les þetta þá bara veit hún hversu svekkt ég er!!
En við erum Alveg búin með bæði svefnherbergin, búin með eina umferð inn í eldhús og svo bara eftir að gera wc og stofuna, erum að vonast til að klára þetta á miðvikudaginn, sem gerist örruglega þar sem Hemmi kemur aftur og ég bara mjög svo ánægð með það, því þetta gengur mun hraðar með 2 fljótfærna gaura og svo mig dundarann sem dundar að mála við skilin til að fara ekki út af og þannig hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 2. september 2007
Til Hamingju Krissi Minn :-*
Elsku Krissi minn átti afmæli í gær, varð 24 ára, hann segir að sé enginn munur á að vera 23 og 24, þar sem ég er ekki enn orðin 23 ákvað ég að spyrja hver munurinn væri að vera 23, þá sagði hann einfaldlega að vera 23 er eins og að vera 22. Ekki mikil hjálp þar þar
Við fórum í Kringlukrána að hitta vini hans og móðir hans var líka þar, mjög gaman. Ég aftur á móti gat ekki hætt að hugsa um íbúðina og hvað er eftir að gera þar, langaði bara að vera þar en ekki á djamminu. En það var þó gaman og stóð alveg til milli 3 og 4. Fórum þá heim og sofa.
Vaknaði í morgun, Krissi auðvitað þvílíkt þunnur og svaf til að verða 13 en ég fór fram úr eitthvað fyrr.
Við erum búin að vera að mála í allan dag og gekk mjög vel, en svo varð ég að skutla honum í vinnuna og þarf svo að byrja að mála á ný, og það ein
Ekkert sérlega ánægð með það, búin að reyna að finna eitthverja að hjálpa mér en enginn virðist svara þannig að ég nenni ekki að leita meir, fékk mér Gulrótarköku og er að narta á henni meðan hvolparnir klóra á mér hnén í von um að fá bita, en fá það audda ekki!!
En svo byrja ég á ný, við erum búin með eitt herbergi og hálfnað með annað. Vona að ég geti byrjað inn í eldhúsinu áður en gaurinn kemur heim, svo taka wc og stofu á morgun og svo fara aðra ferð yfir þetta allt.
Og þá getum við flutt inn loksins!! Guð má vita hvenær við verðum búin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Ótillitsamt Fólk!!
Alveg óþolandi.
Fékk lykilinn loksins að íbúðinni, alveg gífurlega ánægð með það
EN!!! Íbúðin er alveg þvílíkt illa farin!! Göt um alla veggi og það er eins og þau hefðu dregið hillur og eitthvað eftir alla veggina, veggirnir eru svo illa farnir. Greynilega hefur lekið inn á klósetti því að listinn inn á wc er ótrúlega ljótur eftir vökva!!
Einnig hefur lekið inn í eldhúsi líka, parketið lyftist upp, ekki allstaðar og ekkert svo áberandi, en samt ljótt.
Þannig að í stað þess að flytja inn erum við að fara að spasla, pússa og mála alla íbúðina. Og já ekki má ég gleyma teppinu inn í stofu!! Það er eins og þau hafi tekið rassgatið á hundi og dregið hann eftir öllu gólfinu meðan hann skeit
En jæja ætla að fara að reyna gera eitthvað áður en nóttin skellur á, sýnist að kvöldið sé nú þegar byrjað!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Seinasti Dagurinn!!
Jæja þetta var seinasti dagurinn í St.Jó. Ofboðslega ánægð með .
Alveg búin að fá nóg af því að vaska endalaust upp. Og það aftur og aftur og aftur!!
En svo á mánudaginn fer ég að vinna í leikskólanum sem ég vann í. Ákvað að sækja um þar í byrjun ágúst og ég var einfaldlega spurð afhverju ég væri sækja um og hvenær ég gæti byrjað.
Aldrei eins auðvelt að sækja um held ég
en ég var að frétta að við fáum lykilinn að íbúðinni á morgun, þolinmæðin ekki alveg að höndla það!!
Langar að fara inn NÚNA
Langar að þrífa, langar að raða, langar að setja dóttið inn, langar í herbergið mitt!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Íbúð!!
Vúhú, alveg í skýjunum núna!! Vorum að fá íbúð loksins loksins
Erum búin að leita í nokkra mánuði og aldrei fáum við stað því við höfum dýr, nánar tiltekið 3 hunda, 2 ketti og 1 hamstur, ekki beint vel liðið.
En fólkið sem voru að leigja hjá foreldrum mínum vorum að flytja út, þannig að við ákváðum að spyrja fólkið mitt hvort við gætum leigt hana og viti menn, eftir hálftíma tal jánkuðu þau
Við áttum að fá lykilinn í dag en fólkið hefur ekki ennþá skilað honum, við bíðum róleg...eða eins rólega og við getum! mjög svo erfit!!
En svo vantar okkur allt, öll húsgögn og allt inn í eldhúsið, ætlum að kíkja í Ikea um helgina.
Ég og mamma fórum í Góða hirðinn í dag og fékk kaffivél, litla og sæta og sem virkar á 500 krónur!! bara varð að taka hana. þannig að kaffi fólk, þið fáið kaffi vúhú..eða um leið og kaffibollar eru komnir í hús.(við drekkum ekki kaffi sjálf samt
)
En við eigum þó sitthvorn sjónvarpsskápinn, kannski pæling að selja annan þeirra, svo á ég flottann sófa hehe, benti Guðný og Hemma á flotta innflutnings/afmælisgjöf handa okkur sem kostar bara 5000 krónur. og þau alveg jájá ekkert mál.. nokkrum tímum seinna "hvað erum við að gefa ykkur "spyrja þau hehe, ég svara Lazy boy stól!!!
5000 krónur er mjög svo góður peningur !! mjög ánægð.
Svo í dag keypti ég sófaborð fyrir 4.000 kr. Mjög fallegt og ég mjög ánægð. Og ég er að sækja á föst Eldhúsborð..bara vanta stóla
Liggur svo sem ekkert á það. Borðum örruglega alltaf fyrir framan tvsvo mikið við eitthvað!!
En ef eitthver veit um dökk rauða stóla til sölu eða gefins, endilega látið mig vita
en jæja, kannski nóg komið, heyrið já.
Þetta er 3 herbergja íbúð, 80fm. mjög flott, ný eldhús innrétting og wc innrétting og wc herbergið mjög svo stórt.
Verðið bara að koma og sjá, ég mun hafa samband að bjóða fólki þegar íbúðin er alveg komin fullkomlega til...eða svona næstum alveg til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
YES
újé baby, ég náði að breyta lykilorðinu mínu þannig að núna mun ég stunda þessa síðu á ný jeijjeijjei
ójá ég er ánægð... en þarf á wc núna og hef ekkert að segja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
Ok Ekki Alveg Dautt
Jæja ákvað að kíkja hingað inn og víst ég opnaði þetta ákvað ég að skrifa inn.
Hún Díana er nýbúin að eignast lítinn son og af myndunum að dæma er hann algjör Engill.
Eins og ég geri alltaf þá langaði mér að prjóna eða hekla eitthvað handa þeim, og þar sem Díana var ein af þeim sem hjálpuðu mér í gegnum mjög erfið ár, þó svo að það er ekki víst að hún viti það, fannst mér ég verða að gera það þó svo ég hef því miður ekki hitt hana yfir alla meðgönguna sem mér fannst frekar skrítið að gera ekki.
En jæja ég ákvað að hekla smá smotterí en neinei, var búin að koma öllu fyrir í sófann hjá mér, garn, uppskrift og heklunál..en núna finn ég bara ekki þessa nál.
En jæja Kristján er byrjaður í Háskólanum sem er bara æði og honum virðist ganga vel. Ég er að fara aftur í leikskólann og hlakka mjög mikið til. Og hvað segiði? Vetur að fara að skella á smátt og smátt, ekkert alveg sátt við það, langar í meir sumar frí, var mjög gaman í sumar, fór til Liverpool og skemmti mér mjög vel þar, fór einnig til Portúgal þar sem ástin mín trúlofaðist mér
Við fórum niður á strönd seinasta kvöldið í Portúgal og það var eftir miðnætur og það var kolsvarta myrkur og við heyrðum aðeins í öldunum og litum upp og það var svo stjörnubjart og fallegt.
Við fengum okkur sæti og spjölluðum saman og svo rétti hann mér hringinn og spurði mig og ég alveg bráðnaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
blogg dautt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Víkingarhátíð
Jæja, nú er víkingarhátíðin að fara að byrja en á ný. Smá myndband frá því í fyrra þar sem aðalstjarnan er Sæti Bassi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Skvísa
Sætu hvolparnir eru búnar að koma sér vel fyrir og eru farnar að þrífa suma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar