Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Singing Mom
Algjör snild, virðist allir vera að setja þetta á síðuna sína, enda ótrúlega skiljanlegt, þetta er ótrúlega fyndið.
Reyndar hef ég þetta án kínversku textans og frekar með smá útskýringu í byrjun.
hehe muna þetta samt. "It must be your dad DNA" hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Eins Árs Í Dag!!
Jájá stelpurnar mínar orðnar eins árs í dag, ekkert smá gaman, búnar að fara í bað og alles
Endilega kíkið http://www.hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.php?p=57361#57361
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
1.Febrúar
Jæja loksins Febrúar kominn!
Fyrsti mánuður ársins er alltaf erfiður, en síðustu vikann er búin vera rosalega.
Fyrsti dagur uppsagnarfrestsinns byrjar í dag. 3 mánuðir...bara 3 mánuðir... þetta mun takast!
verst bara hvað ég er veik, ég á að vera að vinna um helgina en er skítthrædd um að geta ekki mætt.
Ég er með sömu veiki og 7 ára frænka mín og hún er búin að vera veik í viku. Ég er sko ekki ánægð með það!!
Ætla reyna að mæta í vinnu á morgun...hlýtt að geta pínt mig áfram!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Fína Fiskabúrið Mitt
Jæja í gær keyptum við 3 gúbbí í viðbót í búrið okkar, frekar MIKIÐ flottur karl og svo tvær kerlingar sem eru svona lúmskt flottar. Flottari en þessu gömlu, eða kannski er ég bara svona vön þeim gömlu.
En jæja, við komum heim og setum þá ofan í...sem lengdist vegna sjónvarpsgláp mitt,en þeir fengu þó nógu langan aðlögunar tíma. En því miður, eftir ca einn og hálfann tíma dó önnur kerlingin, sem mér fannst bara mikið bömmer. eins og videoið í blogginu fyrir neðan þá náði ég bara næstum í beinni af henni drepast. sést alveg í henni vera synda um nokkrum sinnum framhjá vélinni en svo bara búið.
En ég fór í dýraríkið og fékk nýja í staðin og einnig fékk ég mér eplasnígil, spes nafn. Stór gulur snígill sem á víst að hjálpa ryksugunum að þrífa búrið.
Og hér kemur svo video með Pollapönk undir(uppáhaldslagið mitt) njótið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. janúar 2008
Fékk Æðislegt Símtal Í Vikunni!
Jæja, loksins skrifar maður eitthvað hérna inni, enda ekkert spes að gerast í lífi mínu fyrr en núna, loksins.
Jæja þetta byrjaði á þriðjudaginn, eitthver vantaði alveg rosalega að ná sambandi við mig og hringdi næstum allan daginn...eða svona 3 sinnum hehe, en þar sem ég vinn í leikskólanum næ ég ekkert að svara símanum fyrr en eftir 17:00, ja eða þegar þið náið að hringja í mig þegar ég er í kaffihléinu mínu.
En jæja, þegar ég var búin að vinna steingleymdi ég því að eitthver var að reyna að ná í mig, og sem sagt þetta var númer sem ég þekki bara engan veginn.
En á miðvikudaginn 23. Jan. Þá var eitthvað reynt að hringja í mig en ég náði ekki að svara frekar en daginn áður, en um hvíldina var ég að ganga frá deildinni, allt í rúst sko. Þannig að þegar fór að hringja á ný fór ég inn í geymslu og svara.
Var þetta þá ekki hann Gunnar, eigandi Dýraríkisins. Ég byrjaði að vinna þar í byrjun Des. og einfaldega elska að vera þar. Og vona innilega að ég verði þar langa lengi til viðbótar.
Í byrjun Janúar spurði ég Bigga sem sér um þetta líka hvort þeir ættu lausa stöðu handa mér, og hann sagði að þeir væru að fara að flokka niður, hvaða fólk skildi halda og hvaða fólk skildi vera látið í burtu (sumir halda einfaldlega að vinna þarna sé að knúsast í dýrunum en ekki að vinna). Og ég bara jájá endilega látið mig vita, en ég segi nú ekkert upp fyrr en ég veit svarið. Nokkrum dögum seinna er ég í talningu í lagernum í Dýraríkinu og spyr Gunnar að þessu, hann segir nú eiginlega svipað og ég ákveð að spyrja hann um launin, en hann og frökenin sem var þarna voru eitthvað ekki samála um launin og ég sagði að ég vildi gjarnan fá fullt starf þarna því ég þyrfti á meiri laun en í leikskólanum, en ef það væri bara nokkrar krónur yfir þá skipti því engu máli (því ég meina, ég dýrka krakkana) Og þau sögðu að þau myndu hugsa um þetta.
Ég læt leikskólastjórann minn vita af þessu og spyr hver uppsagnarfresturinn er, og hún segir 3 mánuðir og að ég yrði að skrifa undir samning, ég sagði að ég skildi þá koma til hennar EF þetta yrði eitthvað úr þessu, en ég væri ekki 100%viss því mér fannst þau tvö þarna svara mér svo fáránlega þarna.
Svo nú bara nokkrum dögum seinna virðist vera að næstum allur leikskólinn viti af þessu, sem mér fannst nú frekar leiðinlegt því ég var að tala við hana í trúnaði. Meina ég dróg hana til hliðar. En jæja, svona gerist.
En þarna í fyrradag, miðvikudaginn svara ég Gunnari og hann segir að þau vilja endilega fá mig í fulla vinnu. Og ég segi það sé frábært en eins og ég sagði áður þá skipti launin miklu máli hjá mér. Og hann sagðist alveg skilja það og spurði mig um launin í leikskólanum sem ég nú svaraði (í trúnaði) og hann segir að ég fengi hærri laun, og sagði mér töluna sem hljómaði bara mjög vel, og sagði að eftir mánaðarvinnu myndi hún hækka og svo 3 mánuðum eftir það myndi hún hækka enn meira, sem mér lýst bara vel á og sagði honum. Og væri mjög ánægð að koma þá til þeirra.
En svo spurði hann mig mjög mikilvæga spurningu.
Gunnar: "Veist þú ekki frekar mikið um hunda?"
Ég "jújú og einnig ketti og því um líkt"
Gunnar:"já við vorum að hugsa. Langar þér að verða hundasnyrtir??"
Jedúda mía þarna var ég inn í geymslu og alveg hoppaði hæð mína í því líkum spenninga... en lét mjög rólega samt sem áður í símanum. Og ég svaraði "já það væri æðislegt, það er að segja ef ég fengi kennslu og öllu sem því fylgir" hann svarar játandi eða réttara sagt "auðvitað" og ég alveg dansa um eins og api alveg því lík spennt!!!
Svo segir hann að hann sé að hugsa um mig og eina aðra stelpu og við yrðum báðar sendar í kennslu og námskeið hérna heima og svo þegar þar að kemur þá myndum við fara út að læra, ekki alveg viss hvert en eitthver staðar í evrópu.
Ég alveg trilltist innra með mig og dansaði eins og ætti lífið að leisa og lýsti því fyrir honum !!rólega!! hvað hann væri að gera mig hamingjusama þarna. Og hann varð mjög ánægður með það.
En svo hætti dansinn minn og ég segi "já og þú veist að það er 3mánaða uppsagnafrestur hérna í leikskólanum þannig að ég myndi ekkert koma fyrr en þá"
Jájá ekkert mál með það, hann var meira segja búinn að reikna þetta allt út áður en hann hringdi og vissi þetta allt, og vissi að leikskólinn myndi ekki hleypa mér 5 mínútum fyrr út einu sinni! Og þá byrjaði dansinn enn á ný, hann endaði nú bara símtalinu að hann ætti von á því að við tvær yrðum nú að vera hjá honum í minnsta kosti 2 ár, vegna allra peningakostnaðarinns í þessu öllu, sem er mjööög skiljanlegt og ég jánkaði mig alveg þar(eins gott að ekkert gerist þá fyrir mig á þessum tíma)
Við kvöddumst og ég fór að dansa inn í geymslu alveg þar ég datt, tók svo á móti krökkunum úr hvíldinni og helti öllu saman yfir deildarstjóranum mínum!! Og varð ekki smá ánægð fyrir mína hönd. Segi svo að ég sé á leið til Leikskólastjórans að segja upp, en vildi endilega að þetta yrði ekkert auglýst á næstunni(sem er ástæðan að ég skrifaði þetta ekki fyrr hérna á blogginu) Og hún segir ekkert mál og ég fer til leikskólastjórans og aðstoðaleikskólastjórinn var þarna og ég hellti öllu yfir þær og sagði að þetta væri bara Dream Come True, sem er nú satt. Hef alltaf viljað að vinna með dýrum, og nú fæ ég að, ekki bara vörurnar. Þær samgleðjast mér og ég skrifa undir. Svo bið ég þær um að auglýsa þetta ekkert strax. Sem og þær samþykktu.
Jæja, næsta dag kem ég í leikskólann, sem sagt í gær, og ég var spurð eftir klukkutíma vinnu "þú ert ekkert að fara frá okkur, er það Berglind?" ég glotti til hennar en dreif mig inn á deild, var að flýta mér. Ég segi deildarstjóranum þetta og hún varð hissa, seinna yfir daginn var ég og lítil afmælisstelpa að gera kórónu og ég hitti leikskólastjórann og aðstoðarleikskólastjórann og segi þeim einni frá þessu og þær vissu ekkert í sinn haus. Því enginn hafði sagt neinum neitt.
Svo í dag í kaffitímanum mínum var ég spurð "jæja ertu svo að hætta?" og ég bara whaaaaat??
Ég spyr afhverju hún spyrju og afhverju aðrir væru að spyrja og hún sagði að eitthverjir hefðu verið að pæla afhverju ég hætti í námskeiðinu og ein hafði sagt "hún þarf ekkert að fara, hún er hvort sem er að hætta" og ég glotti yfir þessu og spyr hver hafi sagt þetta "mmm...ég talaði við svo margar að ég man það ekki"...fannst það skrítið...en jæja...leikskólinn veit þetta greynilega...
Og ég tek það fram að ég var hvort sem er að hætta í þessu námskeiði, komst að því að þetta var sama námskeið og þegar ég vann þarna áður fyrr, sá ekkert point að vera þarna.
Þannig að ég auglýsi það hérna líka.
Núna um mánaðarmótin eru 3 mánuðir þar til ég hætti og fer í Dýraríkið og læri að vera hundasnyrtir!!!!!!!!!!!!
I love you all
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. desember 2007
Hvernig Voru Jólin Ykkar??
Mín voru æðisleg!
Nóg að gera, settum upp jólatré í nýju íbúðina okkar.
Fengum fullt af flottu í jólagjöf.
Níní vínkona mín og maðurinn hennar gáfu okkur vöfflujárn og vöfflu mix hehe, þau ætla allavega sjá til að eitthvað sé í boði þegar þau koma í heimsókn
Mamma og pabbi gáfu okkur rúmteppi, alveg ótrúlega flott rúmteppi með 2 skrautpúða á.
Tengdaforeldrar mínir gáfu okkur svo sængur og sængurföt(fyndin tilviljun)
Höfum ekkert fengið frá tengdamömmu ennþá, hún gleymir því alltaf þegar hún kemur.
Elsti bróðir minn og kona hans gáfu okkur sæta salatskál og skeiðar.
Miðbróðir minn gaf okkur leikhúsmiða og bók til að læra að vera rík
Yngsti bróðir minn og kona hans gaf okkur straujárn...núna vantar okkur bara strauborð hehe
Börn yngsta bróðir míns gáfu okkur sætann ramma.
Amma hans og afi gáfu okkur 10.000 kr, tíhí góð byrjun að verða rík.
Frændfólk hans gáfu okkur falleg glös, rosalega falleg með gillta rönd.
...ég fékk nú bara ekkert ein..nema frá leikskólanum, nammi, kaffi og te, og frá einu barni kerti og öðru barni englastyttu og það þriðja nammi.
Og jú auðvitað frá Krissa mínum fékk ég hehe.
Fékk 100 barnalög diskinn, og pirates of the carabean nr. 3. (fékk í fyrra frá honum nr. 2)
oooooooooooooooog Hello Kitty gítar, nú þarf mar bara að læra á hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Innan Við viku Koma Blessuð Jólin!
Búin að kaupa allar jólagjafirnar, nema hennar mömmu, er alveg clueless hvað ég á að gefa henni!!
En allt annað búið. Er bara mjög ánægð með það
Sit hérna í vinnunni að hlusta á krakkana tala "útlensku" eitthver rosa tíska núna að tala útlensku en Guð má vita hvað þau eru að segja hahaha
En núna er alveg nóg að gera. 3 afmæli fyrir aðfangadag, sem er bara spennandi. Klára að setja upp seríurnar, er loks komin með framlenginarsnúrur og um að gera þegar ég kem heim í dag.
Alltaf þvílíkt fjör hjá mér í þessum dýragarði mínum, og ég bara gæti ekki haft þetta öðruvísi!!
En jæja, 6 dagar til jóla í dag. Og um að gera að fara að pakka og klára kortin, Æskó í kvöld að hitta þau í seinasta sinn á þessu ári. Og svo bara gera sig til.
Hvað með ykkur????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. desember 2007
1. Des Kominn
Vúhú. Styttist æ meir í jólinn og ég er alveg gífurlega spennt!
Ætlaði að baka og skreyta í dag, en jæja, pabbi er að setja parketið þannig að ég er ánægðari með það
Hlakka til þegar allt er tilbúið, er að halda í vonina að geta boðið fólki í svona jólakaffi. En við sjáum til.
En í dag þá fór ég og mamma að kíkja á krakkana að syngja í leikskóla kórunum sínum og einn kirkjukór.
Var alveg ótrúlega gaman. Fórum í jólaþorpið. Og vá hvað ég vildi óska ég hefði fengið útborgað í gær en ekki á mánudaginn!! Þetta var allt svoooo flott!!!
En nú ætla ég að troða inn myndböndum. Kórinn hans Einars, kórinn hennar Hafdísar, Kórinn frá Stekkjarás og hafnarfjarðarkórinn hennar Elínar.
Einar Ágúst að syngja, æðislega sætur gutti.
Þetta fannst mér alveg æðislega flott, Hafdís að syngja hér. Og það var slökkt þannig að það sést bara kertaljós(peruljós) og heyrist í fallegum söng.
Stekkjarásar kórinn. Mér fannst þetta skemmtilegt, missti því miður 1 sek í byrjun lagsins, tók óvart mynd í stað að taka mynband
Elín Rós komin upp á svið með kórnum sínum. Þvílíkt flott.
Nú koma báðir Hafnarfjarðarkór hóparnir að syngja í einu, Elínar og Unglingarnir.
Jæja það seinasta. Fannst þetta svo æðislega sætt og fyndið að hálfa væri nóg.
Má ég kynna: Einar Ágúst!!
Vona að þið hafið notið ykkar. Mér fannst þetta æðislegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Nýja Vinnan Mín
Jæja, ég var að kaupa áðan 2 nýja gúbbí par. Kerlingin ólétt og alles sko. og sú gamla er ólétt líka, bara tvær kasóléttar hérna hjá mér.
Þessu nýju eru bæði með gulann sporð með svörtum doppum.Svo koma fleiri fiskar um helgina og ætlum við að fá okkur sverðfiska , geðveikslega flottir!!
Svo næsta sunnudag mun ég byrja í nýju vinnunni minni sem ég mun bara vera vinna um aðra hvora helgi. Hlakka geðveikslega mikið til!!
Sem sagt Dýraríkið sem er við hlið Just4kids.
Wish me luck!!
Og hér er annað myndband og ég vona að það sé betra, sést í alla 4 fiskana og 3 hunda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 41997
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar