Framhald Af Veikindum Mínum!

Jæja, innan við klukkutími þar til föstudagurinn kemur. Sem sagt helgin.

Og ég er ekkert betri.

Ég finn svo til að ég á alveg rosalega erfit með að hreyfa mig. Ég get ekki verið í buxunum mínum, þau þurfa að vera hneppt frá því annars dey ég...eða svona næstum.

Fór í jarðaför hjá henni Möggu sem hjálpaði Öllu og Hössa í grunnskóla. Finnst dálítið skrítið að hún sé farin. En þetta var fallegt, og það er alveg ótrúlegt hvað Hafnarfjörður er lítill bær, ég þekkti alveg um helminginn þarna og þeir sem ég þekkti ekki, þekktu mig eitthverja hluta vegna!

Fór til Dagmar mágkonu minnar eftir á. og Fór úr jakkanum og buxurnar auðvitað frá hnepptar og 7 ára frænka mín sá skurðana og hún hélt fyrir eyrun, henni eitthvað brá. Vona að hún sofi vel í nótt...

Ég er sem sagt búin að taka plástrana frá eins og hjúkkurnar sögðu mér að gera og þetta er alveg langt í frá að vera fallegt! Ég tók myndir af þessu, veit ekki alveg afhverju eða hvað ég ætla að gera við myndirnar. Kannski þeir sem þora meiga sjá en annars alveg óákveðið...þetta er allavega ekki fallegt.

Og svo er ég svo útþaninn að ef magin stækkar eitthvað meir þá springur hann!!!


Komin Heim

Jæja, í dag fór ég í aðgerð. Sem gekk bærilega.

Var með blöðru í hægri eggjastokk. og læknarnir hræddu mig við það að ég gæti verið með blöðru sem væri með hár og tennur...fjúkk sem betur fer var það ekki. Bara blaðra sem var full af blóði.

Komst sem sagt að því að ég er með legslímflakk. Sem sagt slímið og blóðið sem á að leka bara beint út, fer upp eggjastokkana mína...sem á alls ekki að gerast.

Sem þýðir. Þegar ég vil verða ólétt þá þarf ég hjálp..eða svona smá hjálp. Er að fara í næstu viku til Jens kvensjúkdómalækni til að kíkja á þetta og til að tala um hvað ég eigi að gera þegar ég vil fá að eignast barn..jahámm..töflur og eitthvað..en í sannleika sagt þá var ég svo út úr því að ég man svo lítið hvað hann sagði nema að ég ætti að gúgla þetta...þannig að ég ætla að gera það

En ég sit bara núna heima að deyja, því ég finn svo ógeðslega til!! er með 3 göt á mallanum og er búin að æla 3 í dag ...hlakka til helgarinnar..mér er sagt að ég verði góð þá


Fjölskyldan Heldur Áfram Að Stækka!

hehe þetta ætlar að vera barnvænt ár.

Ein frænka mín hún Kristjana er ólétt

Til hamingju krútt


Góðar Fréttir

Sko mína fjölskyldu!!

 

Yngsi bróðir minn og kona hans eiga von á sínu þriðja barni.

Komin yfir 3 mánuði og mágkona mín að deyja úr flökurleika og slappleika. En það lagast fljót

Til hamingju Þröstur og Dagmar Kissing


En sú dýrð!

Mið bróðir minn á von á sínu fyrsta barni!

þau eru komin 6 vikur og búin að fá sjá hjartslátt. sem er bara æðislegt.

Til hamingju Jóhannes Kissing


Benny Lava

ooh kem með það seinna..virkaði ekki!!


Dísu Páffugl

jájá mín er komin yfir í fuglana, er enn með hunda og ketti, en ég nenni þessu ekki með fiskana, búin að fá nóg. Hélt það væri vesen með fjórfættlingana en fiskarnir eru bara eitt og hreint vesen!

 

Þannig að ég er með 2 búr og frekar margar fiska til sölu handa þeim sem vilja!

 

En með fuglinn, algjört yndi, er ennþá pínu smeik en rosa góð fyrir þvíHalo

er 3 mánaða og mun lifa yfir 20 ár LoL


Fiskabúrið

 

Bara svona smá montWink


Bardagakerlingar

Jæja, ekki eru karlarnir bara flottir.

 

Heldur eru kerlingarnar frekar sniðugar í staðin.

 



Bardagafiskar!

Jæja mín búin að fá sér 2 Bardagakarla og 4 Bardagakerlingar.

Ógeðslega ánægð.

Ég tók hérna smá myndband af körlunum að hittast, og þeir voru báðir í örlítlum vígahug!

 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband