Skírn Á Þrastardóttir

Jæja, loks kom stóri dagurinn hjá fröken Snúllu Þrastardóttir.

Dagurinn byrjaði nú bara ágætlega.

Vaknaði, fór í sturtu, gerði mig til. Fór í Fjörðin og keypti nafnaarmband með fiðrildi og við rúlluðum okkur í Hafnarfjarðarkirkju og biðum eftir bróðir mínum og hans fjölskyldu. Og í biðinni sá ég alveg yndislegt. Óskar bróðir var þarna. Ég brosti í heilan hring. (Sumir sem munu lesa þetta vita ástæðuna og sumir ekki..höldum því bara þannig)

Þau voru pínusein því eitthverjir skór gleymdust og því þurftu þau að snúa við en komu svo rétt yfir 14. Skírnin átti að vera byrjuð 14.

Ekki að það skipti máli, greyi presturinn hélt að þetta átti að vera kl.15. Greyi maðurinn, hundskammaðist sín og baðst innilegra afsakanir til allra. En allir voru sáttir og ekkert þurfti að hafa áhyggjur.

Nema að skírnarkjóllinn fannst ekki neinstaðar. Greyi Dagmar, hélt hún fengi nú kast en Þröstur ákvað að hlaupa út í bíl og fann kjólinn við hliðin á bílnum. Úpsasa.

Jæja þá gátum við loks fengið okkur sæti. Presturinn talaði svona smá smotterí, um hvaða dagur væri á morgun, svo sungum við einn sálm, stóðum upp og fórum með bænir. Loks bað presturinn fjölskyldu barnsins og skírnavottana að standa upp og kom upp að altari.

Sem voru Þröstur sem er faðirinn, Dagmar móðirin, Elín Rós 8 ára dótturinn, Einar Ágúst 6 ára sonurinn og auðvitað litla snúllan. Skírnarvottar voru Helga mágkona mágkonu minnar og ég.(og er auðvitað að springa úr stolti)

Við stóðum öll saman hjá altarinu, og það ekki smá skrítið, hef ekki staðið þarna síðan ég var fermd og það eru alveg um 10 ár síðan það var. Og líka að horfa á alla í sætum sínum með mann minn stressaðann að reyna að taka myndir..sem því miður voru úr fókus..greyi maðurinn bara kann ekki að taka myndir því miður.

Litla prinsessan grét og grét og við glottum nú við því, en þegar hann ætlaði að setja vatnið á höfuð hennar spurði hann Elínu Rós hvað stelpan ætti að heita? Og auðvitað allir að halda niður í sér andanum og bíða spennt.

Lovísa Lind

Og það í nafnið Föður, sonar og heilags anda.

En svo gerðist eitthvað sem enginn átti von á.

Þröstur réttir Helgu skírnarkertið og Dagmar réttir mér Lovísu Lind og þau biðja okkur um að setjast niður.

Nú byrjaði giftingin!!!

Ég svoleiðis táraðist allan tímann. Það átti engin von á þessu. Allur salurinn byrjaði að pískra og flissa og þvílík hamingja sem flæddi yfir salinn. Þau stóðu saman hjá altarinu með Elínu Rós öðru megin við sig og Einar Ágúst hinum megin við sig.

Ég reyndar þurfti að standa til hliðar því Lovísa Lind byrjaði að væla og ég stóð upp til að hugga en um leið vildi ekki vera fyrir hinum. En ég sá nóg, með mínum glærum augum.

Veislan var haldin hjá Jóhannesi bróður. Ég og Kristján leiddum lestina en snérum svo við til að fara í Fjörðinn enn á ný því hann Anton bróðir Kristján er ofboðslega hrifnn af honum Pál Óskari og við vildum ná eiginhandaráritun á Silfurplötuna. Dagmar tók tækifærið og bað okkur að næli í handa Elínu Rós til að gefa henni í jólagjöf.

Við Reyndar rugluðumst og vorum mætt þar um 15. en maðurinn átti nú ekki að koma fyrr en um 16...jæja ég fékk þó að sjá jólasvein og Grýlu og einnig liðið úr "Galdrakarlinn frá Oz" haha Loks kom maðurinn og heppnin snéri við, tækið fraus og því gat Páll Óskar ekki sungið. Og fór beint í að skrifa eiginhandaráritun. Heppin Dagmar að við fengum einnig diska handa Elínu Rós og einnig plakat handa þeim báðum.

Loks fórum við í veisluna. Dagmar fjölskylda var að mestu farin en mín að var þarna enn að háma í sig kökur og gotterí.

Þetta var frábær dagur sem ég mun ekki gleyma á næstunni


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband