Hvernig Var Svo Ykkar Helgi?

Mín helgi var bara nokkuð góð held ég nú.

Fór í afmælisveislu til hennar Önnu í vinnunni. Sem var bara nokkuð fínt. Anna var í svaka stuði og hélt upp á afmælið sitt með 2 vínkonum sínum. Stjáni auðvitað varð að hitta eitthvern sem hann þekkti. Miðað við að ég heyri of oft "ég þekki enga" þá virðist hann alltaf hitta eitthvern alveg sama hvar við erum.

Við fórum frekar snemma því ég þurfti að vinna á laugardegi og við fórum því á laugarásvideo og tókum myndina "Run Fatboy Run" bara góð mynd!

Á laugardegi þurfti ég sem sagt að vinna. Var bara fínt, áttum að vera 4 en vorum 3 að vinna. Ég, Róbert og Hildur G(við vinnum með of mörgum Hildum og þurfum alltaf að bæta fyrsta staf miðnafns til að skilgreina þær)

Dagurinn var svo sem fljótur að líða. Finkurnar bakvið losnuðu úr búrunum sínum og 4 gárar.. ekki svo ánægð með það þar sem ég þurfti að veiða þær. Lovísa virtist finnast það gaman, eina sem ég heyrði allan tímann var "vúú haaa vááá vúúú" Þetta er fugl með risa gokk..hvernig væri að hjálpa??

En eitthvað hafa þessir fuglar fundið fyrir lægðinni. t.d. bæði Perla(fuglinn hennar Önnu) og Lovísa BITU mig!! Perla er þó með lítinn gokk en þetta var samt vont. En Lovísa..já ég skrifaði það rétt áðan.. hún er með risa gokk FUCK VONT!!! enda voru þær báðar hræddar við mig eftir bitin og voru báðar mjög kelnar og góðar eftir á. hehe eitthvað séð eftir þessu.

Reyndar fékk ég sár..sem lekur as we speak..write..%&%

En um kvöldið fórum ég, Stjáni og Níní á "Gott í kroppinn" þar sem félagar Stjána voru að spila. Þeir voru reyndar 3 að spila en Stjáni þekkti bara Davíð og Arnar..ég þekki hvorug þeirra.. Hef talað við Davíð nokkrum sinnum á msn but that's it.

Finnst það alveg fáránlegt. Við erum búin að vera saman í 2 ár og hann hefur hitt mína vini nokkuð oft, en ég er ennþá að hitta hans vini smátt og smátt.. rólegur að taka það rólega.

En þetta kvöld var skemmtilegt. Þegar strákarnir voru búnir að spila ákváðum ég og Níní að fara á eitthvern annan stað..fyrsti staður. boriing, næsta.. boring..þriðji..more boring...já kíktum líka á 11..fuck vond lykt og fórum þar af leiðandi að kíkja á strákana.

Alveg ótrúlegt hvað ég og Níní getum skemmt okkur vel saman. Við dönsuðum á öllum stöðunum en það voru bara leiðinleg lög spiluð, meiri hluturinn var techno og við erum ekki því um líkar gellur noway hosay!

Erum bara að verða gamlar.

En við hittum strákana á ný og þeir voru nú vel komnir í það en fínt samt sem áður. Enduðu nú með að allir týndust og þar sem ég og Níní vorum orðnar þreyttar. edrú og svangar vildum við fara heim.

En hey það var þó um 2..3..vá við erum orðnar gamlar haha

Ég fékk þó vöfflu jaammmmm

Við skemmtum okkur samt sem áður vel. Var þvílíkt gaman og gaman að hlusta á strákana spila. Allt gömul lög sem fitta vel við mig. Hef aldrei fílað þessi nýjustu lög alveg í botn. Frekar Elvis og Bítlana takk fyrir. Já og þeir líka spiluðu eitt lag með elvis.bara eitt...og Ekkert með bítlunum en samt sem áður var Davíð í bítlabol. Hann fékk líka mína útrás um það mál :-p

Og eitt jameson lag.

Ég og pabbi elskum írsk drykkju lög. Við tvö þekkjum líka way mikið af írskum drykkju lögum. Enda eru þau best. Samt fyndið. Ef það er talað við unga íra þá þekkja þeir ekki lögin hahaha

En lög..hversu gaman væri það að geta sungið og spilað fyrir fólk og einnig gert myndbönd.

Vá hvað ég myndi vilja það. Veit ekki einu sinni hvort ég er fit söngkona..en miðað við þennan Arnar gaur þá þarf maður bara að öskar aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaah!!!!!!!!!!!!!

Stjáni segir að þetta sé að sýna hversu sterka rödd maður sé með..jamm aldrei fílað þannig. Ég vil bara þessu gömlu góðu með honum pabba gamla.

Gera svo myndbönd þar sem ég get troðið Níní og Lovísu inn sem mest hehe

Reyndar sagði Stjáni mér að ég ætti bara að gera þetta. Semja lög og finna fólk í band..yea right. jú ok ég get alveg skrifað texta, hummað eitthvað.. en hvar finnur maður fólk? "þú bara auglýsir" haha því ekki bara að biðja vini mína?..eða ekki, ég þekki bara rokkara. ég vil bara danslög. svona shimy og smá maja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband