Ágúst

Jæja, lýtur út fyrir að ég sé bara að skrifa svona einu sinni í mánuði dótterí. Kannski að reyna bæta það...sjáum tilJoyful

En nú er nýr mánuður byrjaður, eða fyrir 14 dögum síðan. Einn kettlingurinn er farinn, sá sem við kölluðum Strengur, var svartur með hvíta sokka. Vonandi kominn með gott heimili, eða ég trúi því, þau vissu allavega voðalega mikið um ketti.

En mest spennandi sem kom fyrir mig þennan mánuð er að seinasta sunnudag byrjaði ég í hundasnyrtinámskeiðinu!! vúhú!!!!W00t

Kennarinn er frá Ítalíu og er alveg æðislegur maður. Og hann er mjög ánægður hvað við öll erum snögg að læra og ná þessu. sem er auðvitað frábært. Þetta mun vera í 3 vikur samfleytt og þegar þetta er allt búið mun hann velja 2-3 stelpur og taka þær til Ítalíu í haust eða vetur.

 

plísplísplís ég!!! langar rosalega að fara, og ástæðan er nú sú að þar munum við klára námið og fá diploma.

 En meira að frétta mmm... Hemmi er orðinn 23 jeij for him hehe og Níní sæta er líka orðin 23!! hehe þau eru jafngömul mér núna..eða þar til 16.sept þá er ég eldri á ný...úff voðalega eldist maður. En er maður þá ekki bara vitinu ríkari??

 Jæja við komum svo heim í gær og við sáum að fuglabúrið sem hann Stevie á er tómt!! ekki nógu gott, hann er ekki í húsi og við sáum hann ekki fyrir utan húsið, þannig að ef eitthver sér lítinn gulann gára með eldrauð augu, endilega hafið samband!

Og núna er Sóley að verða klikk(dísupáfinn) hún argar og gargar, greynilega að bíða eftir að Stevie svari. vonandi róast hún og vona innilega að Stevie finnist, þó ég fái hann ekki aftur að hann fái þá gott heimili.

Hef afgreitt mjög mikið af fólki sem fundu gára úti og ekki fundið eigandann og eru nú að versla fyrir greyið, sem er bara æði. Svo gott að vita að það er til gott fólk þarna úti.

En jæja, best að halda áfram að ryksuga, það er fólk að koma og kíkja á kanínu sem ég er með hérna sem vantar heimili.

Sjáumst bæbæTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband