Omg Ísland Komst Í Gegn!!

Já ég ætla nú varla að trúa þessu. Ég og maðurinn sitjum og borðum pizzu með enga trú um að komast áfram, en þrjóskan um von heldur ennþá í rassgatið á okkur!

Og allt í einu er sagt að Ísland komst áfram. VÁ hvað ég öskraði!! ég var svo ánægð, við komumst upp úr the hell hole!!

Verst að ég missti af þegar ísland söng, en það sem ég sá af þessum 5 sek. þá leit það vel út og því er ég ánægð.

En það eru víst fleiri fréttir hérna.

Fór á hestbak með frænku minni í fyrradag. Því miður fékk ég lélegan hnakk þannig að ég náði engu jafnvægi og rann um allt og greyi hesturinn hélt að ég væri að biðja hana að fara árfam en um leið togaði ég í taumana og ruglaði þetta fallega grey.

Endaði auðvitað með því að ég datt af baki...nei fyrirgefiði, hoppaði af baki.Helgi maður Jóhönnu er staðfastur á því að enginn dettur af merinni hans. hehe jújú ég segi að hafi hoppað. Eða það var ætluninn, hesturinn ákvað að klöngrast þarna í vatninu og missti jafnvægið og ég ætlaði af EN festi fötinn í ístaðinu og...já..datt...

En lét ég það stoppa mig?? Neeeiiii ég hoppaði á bak aftur. En áður vildi frænka mín skipta um hnakk, sem btw var mun betri og merin og ég urðum vinir.

En það er meir. Júlli frændi minn, maður Ellu frænku sem er systir afa. Hann dó fyrir um viku síðan og jarðaförin var í gær. Mér fannst hún mjög erfið en ég var sterk rétt eins og aðrir. Helga Sunna, frænka mín sem ég passaði þegar hún var barn í sveitinni hélt á kransi, einnig Hjalti frændi hennar sem er einnig frá þessari sveit. Raftholt nánar tiltekið. Einir frændi og Sjonni frændi héldu á kistunni og Gulli frændi líka. hverjir hinir voru er ég ekki viss. Þegar við komum að gröfinni var Sunna ekki komin þannig að Sjonni dróg mig til sín og bað mig um að taka kransinn sem og ég gerði, og það var mikill heiður.

Ég mun sakna Júlla frænda, fannst hann alltaf fyndinn maður og náði alltaf að draga fram bros alveg niður í smá glott jafnvel. Alltaf var hann jafn hissa yfir hvað ég var alltaf orðin fallegri og sætari hvert sinn sem hann sá mig.

Í erfadrykkjunni, þá ótrúlegt en satt, skemmti ég mér vel. Venjulega þegar ég fer í jarðafarir sit ég bara með móðir minni og systrum hennar, sé eina og eina frænku og rétt kasta hæ á þær, fæ mér nokkrar kökur og fer. Í þetta sinn var þetta mun nánara, þekkti fleiri og náði að tala við fólk sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Eins og t.d. Einir frænda sem býr í Danmörku og kann ekki orð í dönsku nema "en pose takk". Mér fannst gaman og við náðum að gleðjast yfir því liðna. Minningar um Júlla. Ég mun sakna hans mjög mikið.

Og það seinast sem ég vil setja hér inn er....

 

Á morgun er Svalbarði. Ég, Kristján og nokkrir úr Dýraríkinu voru á þeim þætti.

Endilega stillið á skjá einn þegar Svalbarði er og reynið að sjá okkur. Mjög fyndið..sjáið hund vera geldann....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband