Fékk Æðislegt Símtal Í Vikunni!

Jæja, loksins skrifar maður eitthvað hérna inni, enda ekkert spes að gerast í lífi mínu fyrr en núna, loksins.

 

Jæja þetta byrjaði á þriðjudaginn, eitthver vantaði alveg rosalega að ná sambandi við mig og hringdi næstum allan daginn...eða svona 3 sinnum hehe, en þar sem ég vinn í leikskólanum næ ég ekkert að svara símanum fyrr en eftir 17:00, ja eða þegar þið náið að hringja í mig þegar ég er í kaffihléinu mínu.

En jæja, þegar ég var búin að vinna steingleymdi ég því að eitthver var að reyna að ná í mig, og sem sagt þetta var númer sem ég þekki bara engan veginn.

En á miðvikudaginn 23. Jan. Þá var eitthvað reynt að hringja í mig en ég náði ekki að svara frekar en daginn áður, en um hvíldina var ég að ganga frá deildinni, allt í rúst sko. Þannig að þegar fór að hringja á ný fór ég inn í geymslu og svara.

Var þetta þá ekki hann Gunnar, eigandi Dýraríkisins. Ég byrjaði að vinna þar í byrjun Des. og einfaldega elska að vera þar. Og vona innilega að ég verði þar langa lengi til viðbótar.

Í byrjun Janúar spurði ég Bigga sem sér um þetta líka hvort þeir ættu lausa stöðu handa mér, og hann sagði að þeir væru að fara að flokka niður, hvaða fólk skildi halda og hvaða fólk skildi vera látið í burtu (sumir halda einfaldlega að vinna þarna sé að knúsast í dýrunum en ekki að vinna). Og ég bara jájá endilega látið mig vita, en ég segi nú ekkert upp fyrr en ég veit svarið. Nokkrum dögum seinna er ég í talningu í lagernum í Dýraríkinu og spyr Gunnar að þessu, hann segir nú eiginlega svipað og ég ákveð að spyrja hann um launin, en hann og frökenin sem var þarna voru eitthvað ekki samála um launin og ég sagði að ég vildi gjarnan fá fullt starf þarna því ég þyrfti á meiri laun en í leikskólanum, en ef það væri bara nokkrar krónur yfir þá skipti því engu máli (því ég meina, ég dýrka krakkana) Og þau sögðu að þau myndu hugsa um þetta.

Ég læt leikskólastjórann minn vita af þessu og spyr hver uppsagnarfresturinn er, og hún segir 3 mánuðir og að ég yrði að skrifa undir samning, ég sagði að ég skildi þá koma til hennar EF þetta yrði eitthvað úr þessu, en ég væri ekki 100%viss því mér fannst þau tvö þarna svara mér svo fáránlega þarna.

Svo nú bara nokkrum dögum seinna virðist vera að næstum allur leikskólinn viti af þessu, sem mér fannst nú frekar leiðinlegt því ég var að tala við hana í trúnaði. Meina ég dróg hana til hliðar. En jæja, svona gerist.

En þarna í fyrradag, miðvikudaginn svara ég Gunnari og hann segir að þau vilja endilega fá mig í fulla vinnu. Og ég segi það sé frábært en eins og ég sagði áður þá skipti launin miklu máli hjá mér. Og hann sagðist alveg skilja það og spurði mig um launin í leikskólanum sem ég nú svaraði (í trúnaði) og hann segir að ég fengi hærri laun, og sagði mér töluna sem hljómaði bara mjög vel, og sagði að eftir mánaðarvinnu myndi hún hækka og svo 3 mánuðum eftir það myndi hún hækka enn meira, sem mér lýst bara vel á og sagði honum. Og væri mjög ánægð að koma þá til þeirra.

En svo spurði hann mig mjög mikilvæga spurningu.

Gunnar: "Veist þú ekki frekar mikið um hunda?"

Ég "jújú og einnig ketti og því um líkt"

Gunnar:"já við vorum að hugsa.   Langar þér að verða hundasnyrtir??"

 

Jedúda mía þarna var ég inn í geymslu og alveg hoppaði hæð mína í því líkum spenninga... en lét mjög rólega samt sem áður í símanum. Og ég svaraði "já það væri æðislegt, það er að segja ef ég fengi kennslu og öllu sem því fylgir" hann svarar játandi eða réttara sagt "auðvitað" og ég alveg dansa um eins og api alveg því lík spennt!!!

Svo segir hann að hann sé að hugsa um mig og eina aðra stelpu og við yrðum báðar sendar í kennslu og námskeið hérna heima og svo þegar þar að kemur þá myndum við fara út að læra, ekki alveg viss hvert en eitthver staðar í evrópu.

Ég alveg trilltist innra með mig og dansaði eins og ætti lífið að leisa og lýsti því fyrir honum !!rólega!! hvað hann væri að gera mig hamingjusama þarna. Og hann varð mjög ánægður með það.

En svo hætti dansinn minn og ég segi "já og þú veist að það er 3mánaða uppsagnafrestur hérna í leikskólanum þannig að ég myndi ekkert koma fyrr en þá"   Frown

Jájá ekkert mál með það, hann var meira segja búinn að reikna þetta allt út áður en hann hringdi og vissi þetta allt, og vissi að leikskólinn myndi ekki hleypa mér 5 mínútum fyrr út einu sinni! Og þá byrjaði dansinn enn á ný, hann endaði nú bara símtalinu að hann ætti von á því að við tvær yrðum nú að vera hjá honum í minnsta kosti 2 ár, vegna allra peningakostnaðarinns í þessu öllu, sem er mjööög skiljanlegt og ég jánkaði mig alveg þar(eins gott að ekkert gerist þá fyrir mig á þessum tíma)

Við kvöddumst og ég fór að dansa inn í geymslu alveg þar ég datt, tók svo á móti krökkunum úr hvíldinni og helti öllu saman yfir deildarstjóranum mínum!! Og varð ekki smá ánægð fyrir mína hönd. Segi svo að ég sé á leið til Leikskólastjórans að segja upp, en vildi endilega að þetta yrði ekkert auglýst á næstunni(sem er ástæðan að ég skrifaði þetta ekki fyrr hérna á blogginu) Og hún segir ekkert mál og ég fer til leikskólastjórans og aðstoðaleikskólastjórinn var þarna og ég hellti öllu yfir þær og sagði að þetta væri bara Dream Come True, sem er nú satt. Hef alltaf viljað að vinna með dýrum, og nú fæ ég að, ekki bara vörurnar. Þær samgleðjast mér og ég skrifa undir. Svo bið ég þær um að auglýsa þetta ekkert strax. Sem og þær samþykktu.

 Jæja, næsta dag kem ég í leikskólann, sem sagt í gær, og ég var spurð eftir klukkutíma vinnu "þú ert ekkert að fara frá okkur, er það Berglind?" ég glotti til hennar en dreif mig inn á deild, var að flýta mér.  Ég segi deildarstjóranum þetta og hún varð hissa, seinna yfir daginn var ég og lítil afmælisstelpa að gera kórónu og ég hitti leikskólastjórann og aðstoðarleikskólastjórann og segi þeim einni frá þessu og þær vissu ekkert í sinn haus. Því enginn hafði sagt neinum neitt.

Svo í dag í kaffitímanum mínum var ég spurð "jæja ertu svo að hætta?" og ég bara whaaaaat??

Ég spyr afhverju hún spyrju og afhverju aðrir væru að spyrja og hún sagði að eitthverjir hefðu verið að pæla afhverju ég hætti í námskeiðinu og ein hafði sagt "hún þarf ekkert að fara, hún er hvort sem er að hætta" og ég glotti yfir þessu og spyr hver hafi sagt þetta "mmm...ég talaði við svo margar að ég man það ekki"...fannst það skrítið...en jæja...leikskólinn veit þetta greynilega...

Og ég tek það fram að ég var hvort sem er að hætta í þessu námskeiði, komst að því að þetta var sama námskeið og þegar ég vann þarna áður fyrr, sá ekkert point að vera þarna.

Þannig að ég auglýsi það hérna líka.

Núna um mánaðarmótin eru 3 mánuðir þar til ég hætti og fer í Dýraríkið og læri að vera hundasnyrtir!!!!!!!!!!!!

 

I love you allKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg!

Til hamingju skvísa, hljómar bara allt saman mjög vel hjá þér :)

Arnar Snorri (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:17

2 identicon

Frábært. Til hamingju með þetta

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:07

3 identicon

til hammó svítíjpæj

krissabeib (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband