Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Toyota Corolla
Jæja, eru skötuhjúin ekki bara búin að losa sig við Nissu drusluna og fá sér glæ...eða næstum glænýjan bíl. Toyota Corolla sem er ekki meira né minna en 3 ára!! Halló aldrei átt svona nýjan bíl. Lyktin er enn ný í honum og mjög vel með farin.
Frænka mín, systir mömmu átti hann og lét okkur fá hann, við bara tókum við, keyptum hann ekki bara, tókum við af láninu. Bara æði
En jæja lendi kerlingin ekki líka í smá óhappi í dag.
Ég mæti í vinnuna kl. 9 í morgun og sé eina litla stelpu eitthvað voða fúla út á mitt gófli. Ég reyni að tala við hana en hún vildi ekkert tala. Þannig að ég fer að spjalla við hina krakkana en fylgist alltaf með stelpunni litlu sem er 3 ára. Hún stendur á einu stað, knúsar ullarpeysuna sína sem hún var með í hendinni og hreyfi ekkert.
Ég spyr hvort hún vilji knúsa mig og liggja í fangi mínu, hún labbar til mín og leggst í fangið mitt og leggur höfuðina á bringuna mína. Ég spyr hvað sé að, hvað kom fyrir??
Hún svarar ekki. En ég finn að allt í einu fer hún að snarhitna, hraðar og hraðar og ég segi
"Eigum við að ná í hit..."
Ég komst ekki lengra, stelpan situr grafkyrr í snúð í fangi mínu og ælir 3 sinnum í fangið sitt og einnig mitt.
Æla út um allt. Ég fer auðvitað að þrífa hana, og enda með að fara sjálf heim að þrífa mig.
Bara aldrei lent í öðru eins. En henni leið þó betur, það eru góðu fréttirnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Norskir blaðamenn undrandi á Íslandi
- Neydd til að læra spænsku
- Vil frekar spila hér en á Spáni
- VAR-dramatík í Lundúnum (myndskeið)
- Vantaði meiri töffaraskap
- Háspennuleikur var mér ofarlega í huga
- Þór skoraði sjö mögnuð byrjun Dags
- Stjarnan fer með forystu í Breiðholtið
- KR og Hamar/Þór byrja vel
- VAR í aðalhlutverki er Chelsea sigraði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.