Leikskólinn

Jæja, fyrsti dagurinn í Leikskólanum var í dag, leið og eins og væng brotinn fugl. Jújú hafði alveg unnið þarna áður, en nú voru krakkarnir eldri og mundu ekkert eftir mér, og mest allir krakkarnir bara eiginlega farnir annað hvort í skóla eða í annan leikskóla og nýju krakkarnir höfðu þá auðvitað ekki hugmynd hver ég var.

Þvílík læti í þessum krökkum, endaði með því að ég hljóp og náði verkjatölfur því ég fékk alveg þvílíkann hausverk. En ég fékk þó að leggja mig í hvíldinni með 2 stráka sitthvoru megin sem bara gátu ekki hætt að vikta í peysunni minniBlush

En svo þegar ég var komin heim rétt eftir 17, hvað haldiði að ég hafi farið að gera?? Auðvitað að mála!

Gekk alveg mjög svo vel, hringdi í Hemma vin minn og bað hann að koma og hjálpa okkur sem gerðu algjör undur, og ég þakka innilega fyrir Hemmi minnKissing

Hafði samband við nokkra aðra en enginn vildi svara símanum sínum. Síðan kom Guðný konan hans Hemma og ég alveg "jess meira hjálp" og ég bað hana að taka málningarböndinn inn í öðru herberginu af veggnum, og hún fór að gera það, langt í frá að vera ánægð með það enda spurði ég hvort það væri gaman og hún sagði nei. Þannig að ég spurði hana afhverju hún væri að þessu "vegna þess að þú baðst mig um það!!"...mmmok, hélt hún væri að koma til að hjálpa því ég sendi henni sms um hvort hún bæti hjálpað til. Svo eftir svona korter fer Hemmi inn í herbergið og tók eftir því að hún aðeins tók böndin af hurðinni og gluggunum, en ekki af gólfinu eða loftinu. Þannig að hann byrjaði á því og ég heyri hana spyrja hvort hún eigi hjálpa, ekki veit ég hverju hann svaraði en þegar ég kíkti inn stóð hún bara og starði.

Já vitiði ég er dáldið svekkt yfir þessu!!! Og er alveg sama ef hún les þetta þá bara veit hún hversu svekkt ég er!!

En við erum Alveg búin með bæði svefnherbergin, búin með eina umferð inn í eldhús og svo bara eftir að gera wc og stofuna, erum að vonast til að klára þetta á miðvikudaginn, sem gerist örruglega þar sem Hemmi kemur aftur og ég bara mjög svo ánægð með það, því þetta gengur mun hraðar með 2 fljótfærna gaura og svo mig dundarann sem dundar að mála við skilin til að fara ekki út af og þannig hehe 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JJÁÁ takk ég kom ekki til að hjálpa þér/ykkur, ég kom til að skoða íbúðina ég var ekki í réttum fötum til að rífa eitthvað límband eða vera nálagt málingu...og ég var ný kominn úr vinnuni...og ef þú vilt vera eitthvað fúll út í mig þá er það bara í lagi, því að ég er móðguð sjálf hvað þú ert að særa mig

Guðný (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:42

2 identicon

þú særðir mig með að skrifa á síðuna svona um mig, ég móðgaðist við þig í sumar og þegar ég var hætt á st.jó og kíkti í heimsókn til þín og ég er ekkert að opinbera hvað þú særðir á blogg síðu, það hljómar ekki eins og vínkona

Guðný (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Berglind Rós
Berglind Rós
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 42000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband