Sunnudagur, 2. september 2007
Til Hamingju Krissi Minn :-*
Elsku Krissi minn átti afmæli í gær, varð 24 ára, hann segir að sé enginn munur á að vera 23 og 24, þar sem ég er ekki enn orðin 23 ákvað ég að spyrja hver munurinn væri að vera 23, þá sagði hann einfaldlega að vera 23 er eins og að vera 22. Ekki mikil hjálp þar þar
Við fórum í Kringlukrána að hitta vini hans og móðir hans var líka þar, mjög gaman. Ég aftur á móti gat ekki hætt að hugsa um íbúðina og hvað er eftir að gera þar, langaði bara að vera þar en ekki á djamminu. En það var þó gaman og stóð alveg til milli 3 og 4. Fórum þá heim og sofa.
Vaknaði í morgun, Krissi auðvitað þvílíkt þunnur og svaf til að verða 13 en ég fór fram úr eitthvað fyrr.
Við erum búin að vera að mála í allan dag og gekk mjög vel, en svo varð ég að skutla honum í vinnuna og þarf svo að byrja að mála á ný, og það ein
Ekkert sérlega ánægð með það, búin að reyna að finna eitthverja að hjálpa mér en enginn virðist svara þannig að ég nenni ekki að leita meir, fékk mér Gulrótarköku og er að narta á henni meðan hvolparnir klóra á mér hnén í von um að fá bita, en fá það audda ekki!!
En svo byrja ég á ný, við erum búin með eitt herbergi og hálfnað með annað. Vona að ég geti byrjað inn í eldhúsinu áður en gaurinn kemur heim, svo taka wc og stofu á morgun og svo fara aðra ferð yfir þetta allt.
Og þá getum við flutt inn loksins!! Guð má vita hvenær við verðum búin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 42000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með Krissa þinn
Bryndís R (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 21:42
Þakka innilega, og hann er mjög ánægður með myndina og"kökuna"hehe
Berglind Rós, 2.9.2007 kl. 21:45
Heyrðu skvís, þið verðið búin að mála áður en þú veist af og þá verðurðu svaka ánægð með þetta því þú málaðir þetta alveg sjálf ;)
Auk þess sem þú ert að fá íbúð :D híhí
Eva Ágústa (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:23
hehehe satt dúllan mín, en svo mátt þú líka alveg hjálpa
er þá búin fyrr
Berglind Rós, 3.9.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.