Laugardagur, 25. ágúst 2007
Ok Ekki Alveg Dautt
Jæja ákvað að kíkja hingað inn og víst ég opnaði þetta ákvað ég að skrifa inn.
Hún Díana er nýbúin að eignast lítinn son og af myndunum að dæma er hann algjör Engill.
Eins og ég geri alltaf þá langaði mér að prjóna eða hekla eitthvað handa þeim, og þar sem Díana var ein af þeim sem hjálpuðu mér í gegnum mjög erfið ár, þó svo að það er ekki víst að hún viti það, fannst mér ég verða að gera það þó svo ég hef því miður ekki hitt hana yfir alla meðgönguna sem mér fannst frekar skrítið að gera ekki.
En jæja ég ákvað að hekla smá smotterí en neinei, var búin að koma öllu fyrir í sófann hjá mér, garn, uppskrift og heklunál..en núna finn ég bara ekki þessa nál.
En jæja Kristján er byrjaður í Háskólanum sem er bara æði og honum virðist ganga vel. Ég er að fara aftur í leikskólann og hlakka mjög mikið til. Og hvað segiði? Vetur að fara að skella á smátt og smátt, ekkert alveg sátt við það, langar í meir sumar frí, var mjög gaman í sumar, fór til Liverpool og skemmti mér mjög vel þar, fór einnig til Portúgal þar sem ástin mín trúlofaðist mér
Við fórum niður á strönd seinasta kvöldið í Portúgal og það var eftir miðnætur og það var kolsvarta myrkur og við heyrðum aðeins í öldunum og litum upp og það var svo stjörnubjart og fallegt.
Við fengum okkur sæti og spjölluðum saman og svo rétti hann mér hringinn og spurði mig og ég alveg bráðnaði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 42000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.