Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 14. desember 2008
Skírn Á Þrastardóttir
Jæja, loks kom stóri dagurinn hjá fröken Snúllu Þrastardóttir.
Dagurinn byrjaði nú bara ágætlega.
Vaknaði, fór í sturtu, gerði mig til. Fór í Fjörðin og keypti nafnaarmband með fiðrildi og við rúlluðum okkur í Hafnarfjarðarkirkju og biðum eftir bróðir mínum og hans fjölskyldu. Og í biðinni sá ég alveg yndislegt. Óskar bróðir var þarna. Ég brosti í heilan hring. (Sumir sem munu lesa þetta vita ástæðuna og sumir ekki..höldum því bara þannig)
Þau voru pínusein því eitthverjir skór gleymdust og því þurftu þau að snúa við en komu svo rétt yfir 14. Skírnin átti að vera byrjuð 14.
Ekki að það skipti máli, greyi presturinn hélt að þetta átti að vera kl.15. Greyi maðurinn, hundskammaðist sín og baðst innilegra afsakanir til allra. En allir voru sáttir og ekkert þurfti að hafa áhyggjur.
Nema að skírnarkjóllinn fannst ekki neinstaðar. Greyi Dagmar, hélt hún fengi nú kast en Þröstur ákvað að hlaupa út í bíl og fann kjólinn við hliðin á bílnum. Úpsasa.
Jæja þá gátum við loks fengið okkur sæti. Presturinn talaði svona smá smotterí, um hvaða dagur væri á morgun, svo sungum við einn sálm, stóðum upp og fórum með bænir. Loks bað presturinn fjölskyldu barnsins og skírnavottana að standa upp og kom upp að altari.
Sem voru Þröstur sem er faðirinn, Dagmar móðirin, Elín Rós 8 ára dótturinn, Einar Ágúst 6 ára sonurinn og auðvitað litla snúllan. Skírnarvottar voru Helga mágkona mágkonu minnar og ég.(og er auðvitað að springa úr stolti)
Við stóðum öll saman hjá altarinu, og það ekki smá skrítið, hef ekki staðið þarna síðan ég var fermd og það eru alveg um 10 ár síðan það var. Og líka að horfa á alla í sætum sínum með mann minn stressaðann að reyna að taka myndir..sem því miður voru úr fókus..greyi maðurinn bara kann ekki að taka myndir því miður.
Litla prinsessan grét og grét og við glottum nú við því, en þegar hann ætlaði að setja vatnið á höfuð hennar spurði hann Elínu Rós hvað stelpan ætti að heita? Og auðvitað allir að halda niður í sér andanum og bíða spennt.
Lovísa Lind
Og það í nafnið Föður, sonar og heilags anda.
En svo gerðist eitthvað sem enginn átti von á.
Þröstur réttir Helgu skírnarkertið og Dagmar réttir mér Lovísu Lind og þau biðja okkur um að setjast niður.
Nú byrjaði giftingin!!!
Ég svoleiðis táraðist allan tímann. Það átti engin von á þessu. Allur salurinn byrjaði að pískra og flissa og þvílík hamingja sem flæddi yfir salinn. Þau stóðu saman hjá altarinu með Elínu Rós öðru megin við sig og Einar Ágúst hinum megin við sig.
Ég reyndar þurfti að standa til hliðar því Lovísa Lind byrjaði að væla og ég stóð upp til að hugga en um leið vildi ekki vera fyrir hinum. En ég sá nóg, með mínum glærum augum.
Veislan var haldin hjá Jóhannesi bróður. Ég og Kristján leiddum lestina en snérum svo við til að fara í Fjörðinn enn á ný því hann Anton bróðir Kristján er ofboðslega hrifnn af honum Pál Óskari og við vildum ná eiginhandaráritun á Silfurplötuna. Dagmar tók tækifærið og bað okkur að næli í handa Elínu Rós til að gefa henni í jólagjöf.
Við Reyndar rugluðumst og vorum mætt þar um 15. en maðurinn átti nú ekki að koma fyrr en um 16...jæja ég fékk þó að sjá jólasvein og Grýlu og einnig liðið úr "Galdrakarlinn frá Oz" haha Loks kom maðurinn og heppnin snéri við, tækið fraus og því gat Páll Óskar ekki sungið. Og fór beint í að skrifa eiginhandaráritun. Heppin Dagmar að við fengum einnig diska handa Elínu Rós og einnig plakat handa þeim báðum.
Loks fórum við í veisluna. Dagmar fjölskylda var að mestu farin en mín að var þarna enn að háma í sig kökur og gotterí.
Þetta var frábær dagur sem ég mun ekki gleyma á næstunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Hvernig Var Svo Ykkar Helgi?
Mín helgi var bara nokkuð góð held ég nú.
Fór í afmælisveislu til hennar Önnu í vinnunni. Sem var bara nokkuð fínt. Anna var í svaka stuði og hélt upp á afmælið sitt með 2 vínkonum sínum. Stjáni auðvitað varð að hitta eitthvern sem hann þekkti. Miðað við að ég heyri of oft "ég þekki enga" þá virðist hann alltaf hitta eitthvern alveg sama hvar við erum.
Við fórum frekar snemma því ég þurfti að vinna á laugardegi og við fórum því á laugarásvideo og tókum myndina "Run Fatboy Run" bara góð mynd!
Á laugardegi þurfti ég sem sagt að vinna. Var bara fínt, áttum að vera 4 en vorum 3 að vinna. Ég, Róbert og Hildur G(við vinnum með of mörgum Hildum og þurfum alltaf að bæta fyrsta staf miðnafns til að skilgreina þær)
Dagurinn var svo sem fljótur að líða. Finkurnar bakvið losnuðu úr búrunum sínum og 4 gárar.. ekki svo ánægð með það þar sem ég þurfti að veiða þær. Lovísa virtist finnast það gaman, eina sem ég heyrði allan tímann var "vúú haaa vááá vúúú" Þetta er fugl með risa gokk..hvernig væri að hjálpa??
En eitthvað hafa þessir fuglar fundið fyrir lægðinni. t.d. bæði Perla(fuglinn hennar Önnu) og Lovísa BITU mig!! Perla er þó með lítinn gokk en þetta var samt vont. En Lovísa..já ég skrifaði það rétt áðan.. hún er með risa gokk FUCK VONT!!! enda voru þær báðar hræddar við mig eftir bitin og voru báðar mjög kelnar og góðar eftir á. hehe eitthvað séð eftir þessu.
Reyndar fékk ég sár..sem lekur as we speak..write..%&%
En um kvöldið fórum ég, Stjáni og Níní á "Gott í kroppinn" þar sem félagar Stjána voru að spila. Þeir voru reyndar 3 að spila en Stjáni þekkti bara Davíð og Arnar..ég þekki hvorug þeirra.. Hef talað við Davíð nokkrum sinnum á msn but that's it.
Finnst það alveg fáránlegt. Við erum búin að vera saman í 2 ár og hann hefur hitt mína vini nokkuð oft, en ég er ennþá að hitta hans vini smátt og smátt.. rólegur að taka það rólega.
En þetta kvöld var skemmtilegt. Þegar strákarnir voru búnir að spila ákváðum ég og Níní að fara á eitthvern annan stað..fyrsti staður. boriing, næsta.. boring..þriðji..more boring...já kíktum líka á 11..fuck vond lykt og fórum þar af leiðandi að kíkja á strákana.
Alveg ótrúlegt hvað ég og Níní getum skemmt okkur vel saman. Við dönsuðum á öllum stöðunum en það voru bara leiðinleg lög spiluð, meiri hluturinn var techno og við erum ekki því um líkar gellur noway hosay!
Erum bara að verða gamlar.
En við hittum strákana á ný og þeir voru nú vel komnir í það en fínt samt sem áður. Enduðu nú með að allir týndust og þar sem ég og Níní vorum orðnar þreyttar. edrú og svangar vildum við fara heim.
En hey það var þó um 2..3..vá við erum orðnar gamlar haha
Ég fékk þó vöfflu jaammmmm
Við skemmtum okkur samt sem áður vel. Var þvílíkt gaman og gaman að hlusta á strákana spila. Allt gömul lög sem fitta vel við mig. Hef aldrei fílað þessi nýjustu lög alveg í botn. Frekar Elvis og Bítlana takk fyrir. Já og þeir líka spiluðu eitt lag með elvis.bara eitt...og Ekkert með bítlunum en samt sem áður var Davíð í bítlabol. Hann fékk líka mína útrás um það mál :-p
Og eitt jameson lag.
Ég og pabbi elskum írsk drykkju lög. Við tvö þekkjum líka way mikið af írskum drykkju lögum. Enda eru þau best. Samt fyndið. Ef það er talað við unga íra þá þekkja þeir ekki lögin hahaha
En lög..hversu gaman væri það að geta sungið og spilað fyrir fólk og einnig gert myndbönd.
Vá hvað ég myndi vilja það. Veit ekki einu sinni hvort ég er fit söngkona..en miðað við þennan Arnar gaur þá þarf maður bara að öskar aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaah!!!!!!!!!!!!!
Stjáni segir að þetta sé að sýna hversu sterka rödd maður sé með..jamm aldrei fílað þannig. Ég vil bara þessu gömlu góðu með honum pabba gamla.
Gera svo myndbönd þar sem ég get troðið Níní og Lovísu inn sem mest hehe
Reyndar sagði Stjáni mér að ég ætti bara að gera þetta. Semja lög og finna fólk í band..yea right. jú ok ég get alveg skrifað texta, hummað eitthvað.. en hvar finnur maður fólk? "þú bara auglýsir" haha því ekki bara að biðja vini mína?..eða ekki, ég þekki bara rokkara. ég vil bara danslög. svona shimy og smá maja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Alltaf stækkar þessi fjölskylda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
9.Nóv. og 10.Nóv.
9.Nóv. Jóhannes og Lúcý, innilega til hamingju með litlu dóttur ykkar.
10.Nóv. Kristjana og Siggi. Innilega til hamingju með son ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. október 2008
19.Október
Elsku Þröstur og Dagmar, innilega til hamingju með litlu prinsessuna
Elín Rós og Eingar Ágúst ég óska ykkur til hamingju með litlu systir
Já svona er þetta, ekki svo langt síðan að ég upplýstir hér inni að Dagmar og Þröstur ættu von á barni, og í dag fæddist litla snóttin. Hún er ofboðslega falleg og lítil, ég hélt á henni og fann sæluhroll fara um mig þegar ég tók hana upp og hélt á þessum glókoll í fangi mínu.
Hún fæddist korter í 7 í morgun, hún var 17 merkur og 52 cm.
Langt síðan ég skrifaði seinast, Kristján varð 25 ára þann 1.sept og ég 24 ára 16.sept.
Aðeins um mánuður þar til Jóhannes og Lúcý eignast sitt fyrsta barn, eitthvað um 20 dagar ca sem Kristjana og hennar karl munu eignast sitt barn, og um daginn fékk ég að vita að hún Jóhanna og karlinn hennar eiga von á sínu fyrsta barni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Ágúst
Jæja, lýtur út fyrir að ég sé bara að skrifa svona einu sinni í mánuði dótterí. Kannski að reyna bæta það...sjáum til
En nú er nýr mánuður byrjaður, eða fyrir 14 dögum síðan. Einn kettlingurinn er farinn, sá sem við kölluðum Strengur, var svartur með hvíta sokka. Vonandi kominn með gott heimili, eða ég trúi því, þau vissu allavega voðalega mikið um ketti.
En mest spennandi sem kom fyrir mig þennan mánuð er að seinasta sunnudag byrjaði ég í hundasnyrtinámskeiðinu!! vúhú!!!!
Kennarinn er frá Ítalíu og er alveg æðislegur maður. Og hann er mjög ánægður hvað við öll erum snögg að læra og ná þessu. sem er auðvitað frábært. Þetta mun vera í 3 vikur samfleytt og þegar þetta er allt búið mun hann velja 2-3 stelpur og taka þær til Ítalíu í haust eða vetur.
plísplísplís ég!!! langar rosalega að fara, og ástæðan er nú sú að þar munum við klára námið og fá diploma.
En meira að frétta mmm... Hemmi er orðinn 23 jeij for him hehe og Níní sæta er líka orðin 23!! hehe þau eru jafngömul mér núna..eða þar til 16.sept þá er ég eldri á ný...úff voðalega eldist maður. En er maður þá ekki bara vitinu ríkari??
Jæja við komum svo heim í gær og við sáum að fuglabúrið sem hann Stevie á er tómt!! ekki nógu gott, hann er ekki í húsi og við sáum hann ekki fyrir utan húsið, þannig að ef eitthver sér lítinn gulann gára með eldrauð augu, endilega hafið samband!
Og núna er Sóley að verða klikk(dísupáfinn) hún argar og gargar, greynilega að bíða eftir að Stevie svari. vonandi róast hún og vona innilega að Stevie finnist, þó ég fái hann ekki aftur að hann fái þá gott heimili.
Hef afgreitt mjög mikið af fólki sem fundu gára úti og ekki fundið eigandann og eru nú að versla fyrir greyið, sem er bara æði. Svo gott að vita að það er til gott fólk þarna úti.
En jæja, best að halda áfram að ryksuga, það er fólk að koma og kíkja á kanínu sem ég er með hérna sem vantar heimili.
Sjáumst bæbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Bara Komið Júlí
Já Júlí komið, sem þýðir, dáldið síðan ég skrifaði seinast.
En miðað við mitt minni þá er engin furða að ég get ekkert sagt hvað hefur gerst síðan ég skrifaði seinast. jú, víkingarhátíðin var skemmtileg eins og alltaf. 17.Júní,loved it. Mamma átti afmæli, 61 árs þann 19.Júní, Stirnir varð 4 ára sama dag. Orðin svo stór sá strákur.
Sumarfríið mitt byrjaði í byrjun Júlí. Fór á föstudegi upp í bústað með karlinum, öllum hundum, fuglum og köttum. Já btw. Þruma eignaðist 4 kettlinga stráka, þarf að setja inn myndir af þeim. og mor og far, og barnabarn mömmu fór líka með.
Á laugardeginum fór ég, Kristján og Hafdís Björk í sund og svo beint á ættarmót hjá Ranný tengdamömmu og það var ofboðslega gaman. Á sunnudeginu fórum við í bæinn og ég fór í grill hjá Stellu vinnufélaga míns, og hún Anna sem ég vinn einnig með var þar líka og það var bara næs. Fékk að fíflast í 3 hundum(eins og ég hafi ekki nóg með það að gera hér heim hehe) og fórum svo í heita pottinn þar sem Anna á eitthvern undarlegan hátt náði að brenna sig......mm...anyway.
Eftir miðnætti lagði ég af stað frá Garðinum þar sem þetta var og alla leið í hfj til að sækja karlinn heima og svo fórum við upp í bústað á ný. Og vorum þar til fimmtudags. Kristján vinnur nú þarna rétt hjá og því ekkert mál. En ég og dýrin nutum sveitarinnar í tætlur. Just loved it. Langar svo að vera heimavinnandi húsmóðir. Ganga frá heimili. leika við hunda, prjóna og lesa, svo elda þegar karlinn kom heim! Játs svooo fyrir mig!!
Svo á fimmtudeginum fórum við sem sagt heim og vöknuðum svo eldsnemma föstudags til að koma okkur á Herjólf og beint til Eyja. Regína tengdamamma vinnur nú á Herjólfi og það var nú eiginlega eina skiptið sem við náðum eitthvað að vera með henni. En vá hvað ég elska Eyjar. skemmtilegt fólk, svo lítið og kósý staður!
Vorum svo heima á mánudeginum í sólbaði og vinnan byrjuð á þriðjudegi.
Já..var það meira? haha auðvitað!!
Hundasnyrtinámskeiðið byrjar 11.ágúst og verður ca. 2vikur og þá mun kennarinn velja 2-3 stelpur og taka með sér út og útskrifast þar sem hundasnyrtir. Held rosalega í vonina um að ég verði ein af þeim!! Svo er maður bara í samningi hjá Dýraríkinu í 2 ár og ræð síðan mína leið eftir það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Omg Ísland Komst Í Gegn!!
Já ég ætla nú varla að trúa þessu. Ég og maðurinn sitjum og borðum pizzu með enga trú um að komast áfram, en þrjóskan um von heldur ennþá í rassgatið á okkur!
Og allt í einu er sagt að Ísland komst áfram. VÁ hvað ég öskraði!! ég var svo ánægð, við komumst upp úr the hell hole!!
Verst að ég missti af þegar ísland söng, en það sem ég sá af þessum 5 sek. þá leit það vel út og því er ég ánægð.
En það eru víst fleiri fréttir hérna.
Fór á hestbak með frænku minni í fyrradag. Því miður fékk ég lélegan hnakk þannig að ég náði engu jafnvægi og rann um allt og greyi hesturinn hélt að ég væri að biðja hana að fara árfam en um leið togaði ég í taumana og ruglaði þetta fallega grey.
Endaði auðvitað með því að ég datt af baki...nei fyrirgefiði, hoppaði af baki.Helgi maður Jóhönnu er staðfastur á því að enginn dettur af merinni hans. hehe jújú ég segi að hafi hoppað. Eða það var ætluninn, hesturinn ákvað að klöngrast þarna í vatninu og missti jafnvægið og ég ætlaði af EN festi fötinn í ístaðinu og...já..datt...
En lét ég það stoppa mig?? Neeeiiii ég hoppaði á bak aftur. En áður vildi frænka mín skipta um hnakk, sem btw var mun betri og merin og ég urðum vinir.
En það er meir. Júlli frændi minn, maður Ellu frænku sem er systir afa. Hann dó fyrir um viku síðan og jarðaförin var í gær. Mér fannst hún mjög erfið en ég var sterk rétt eins og aðrir. Helga Sunna, frænka mín sem ég passaði þegar hún var barn í sveitinni hélt á kransi, einnig Hjalti frændi hennar sem er einnig frá þessari sveit. Raftholt nánar tiltekið. Einir frændi og Sjonni frændi héldu á kistunni og Gulli frændi líka. hverjir hinir voru er ég ekki viss. Þegar við komum að gröfinni var Sunna ekki komin þannig að Sjonni dróg mig til sín og bað mig um að taka kransinn sem og ég gerði, og það var mikill heiður.
Ég mun sakna Júlla frænda, fannst hann alltaf fyndinn maður og náði alltaf að draga fram bros alveg niður í smá glott jafnvel. Alltaf var hann jafn hissa yfir hvað ég var alltaf orðin fallegri og sætari hvert sinn sem hann sá mig.
Í erfadrykkjunni, þá ótrúlegt en satt, skemmti ég mér vel. Venjulega þegar ég fer í jarðafarir sit ég bara með móðir minni og systrum hennar, sé eina og eina frænku og rétt kasta hæ á þær, fæ mér nokkrar kökur og fer. Í þetta sinn var þetta mun nánara, þekkti fleiri og náði að tala við fólk sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Eins og t.d. Einir frænda sem býr í Danmörku og kann ekki orð í dönsku nema "en pose takk". Mér fannst gaman og við náðum að gleðjast yfir því liðna. Minningar um Júlla. Ég mun sakna hans mjög mikið.
Og það seinast sem ég vil setja hér inn er....
Á morgun er Svalbarði. Ég, Kristján og nokkrir úr Dýraríkinu voru á þeim þætti.
Endilega stillið á skjá einn þegar Svalbarði er og reynið að sjá okkur. Mjög fyndið..sjáið hund vera geldann....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Allt Í Haginn!
Jájájá
Líður ekki smá vel.Finn ekkert til eða neitt..klæjar smá í skurðunum en ekkert alvarlega.
Fékk reyndar seinasta miðvikudag riiiiisa stóra og þykka sprautu beint í magann.
Hórmónusprauta, mun vera geld næstu 6 mánuðina hehe ekkert á túr eða neitt!
svo þegar þessir 6 mánuðir eru liðnir þá ætti þetta legslímuflakk vera farið. Bara gone forever!! Eða það er vonin!
Sem sagt næstu 6 mánuðina, engir túrverki, engir egglosverkir, engin blaðra að springa og gera mig veika í heilan sólarhring eða neitt...vona bara að ég verði ekki þurr eheemmm hósthóst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Vúhú, Mín Ánægð!
Ég get hneppt buxurnar, jeij, fyrsta skiptið í dag!!
Sem þýðir að mér er að batna! Samt ennþá vont að hnerra og hósta. Þvílíkt hvað maður þarf að nota magann í margt!
En hey aðrar góðar fréttir!!
Liverpool vann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar